Heimskulegur Deiglupistill

Ég ætla ekki að blogga um Eurovision nema að mér þótti leiðinlegt að hún sagði ekki fucking.

Ég rakst inn á Deigluna og sá pistil þar sem er fólk er hvatt til að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn en þar stóð:

Hvaða Reykvíkingur hefur ekki setið fastur í umferðinni í vikunni og bölvað (Degi B.) í sand og ösku?

Þetta er óbærilega heimskuleg staðhæfing.  Ég er ekki aðdáandi Dags en það er fáránlegt að koma með svona fullyrðingar.  Í fyrsta lagi þá hef ég ekki verið fastur í umferðinni í vikunni (farið í bíl fram og til baka úr vinnu alla daga), ég festist nær aldrei í umferðinni.  Í öðru lagi þá hef ég, í þau fáu skipti sem ég hef fests í umferðinni, aldrei nokkurn tímann blótað Degi.  Hvernig dettur manneskjunni í hug að alhæfa svona?  Barnaskapur væntanlega.

Sem minnir mig á að það er voðalega bjánalegt þegar því er haldið fram að R-listinn hafi verið í stríði við einkabílinn.  Ég veit ekki betur en að stærstu mistök þessa meirihluta (í samfloti við Sjálfsstæðisflokkinn) hafi verið Hringbrautin sem var nú ekki hannaður fyrir Strætó, gangandi vegfarendur eða hjólreiðamenn heldur einkabílinn.  R-listinn hefur staðið sig illa í að bjóða fólki upp á valkost við einkabílinn.  Líklega hefði Sjálfsstæðisflokkurinn verið verri en það er engin afsökun.

Ég vil fá betra Strætókerfi þannig að ég geti notað það til að komast í vinnuna, það er markmið fyrir næsta kjörtímabil, ekki þjónkun við einkabílinn.

3 thoughts on “Heimskulegur Deiglupistill”

  1. Æji, það tekur því varla að væla yfir heimskulegum Deiglupistlum, man eftir voða fáum sem hafa ekki verið það. Og það er allt reynt í kosningum…

Lokað er á athugasemdir.