Strikað yfir Árna Þór

Ég hef eiginlega ákveðið hvað ég ætla að kjósa.  Það verður þá flokkurinn sem er ég skráður í.  Ég ætla hins vegar að strika yfir hann Árna Þór.  Þann mann ætla ég ekki að styðja og þegar mér sýndist vera vafi á því að hann kæmist inn þá var ég eiginlega meira á því að kjósa VG ekki.  Ástæðan fyrir andúð minni er sú að ég sendi honum á kjörtímabilinu tölvupóst þar sem ég spurði hann út í mál sem mér þykir miklu skipta en hann svaraði mér aldrei.  Ef þú vilt stuðning minn þá skaltu gjöra svo vel að svara mér.  En þar sem mér líkar afskaplega vel við manninn í þriðja sæti og mjög marga aðra á listanum þá kýs ég Vinstri Græna.

7 thoughts on “Strikað yfir Árna Þór”

  1. ertu ekki að grinast, er þér illa við einhverja manneskju af því að hún svaraði ekki tövlupósti. Hvað helduru að frambjóðendur séu að fá marga tövlupósta?!!

  2. Satt best að segja þá efast ég um að hann fái það marga.

    Það að Árni hafi ekki svarað póstinum mínum sýnir mér að honum finnist málið sem ég kom fram með ekki skipta máli og hann fellur á því.

    Til þess að setja þetta í samhengi þá hef ég sent Birni Bjarnasyni tölvupósta og hann hefur svarað mér. Sömuleiðis hefur Össur Skarphéðinsson svarað tölvupósti frá mér. Árni er einni kjörni fulltrúinn sem hefur algjörlega hunsað tölvupóstsendingu frá mér.

    Síðan ættirðu endilega að koma fram undir fullu réttu nafni í stað þess að koma fram sem nafnlaus aumingi.

  3. Mér sem finnst einmitt Árni Þór einna frambærilegastur af forystsveit VG í þessum kosningum. Er einmitt mjög sáttur við að hann sé á leiðinni inn.

    Aftur á móti skil ég vel að menn taki illa í það að vera ekki svarað. Þó það sé kannski rangt að gera ráð fyrir því að fá mjög ítarlegt svar þá er eðlilegt að láta vita af maður er til.

    Strumpakveðjur 🙂

  4. er ég að koma fram sem nafnlaus aumingi?!!!! Eg heiti Björk. Þarf ekkert að skrifa fullt nafn hérna frekar en aðrir.

  5. Bæði Ásgeir og Strumpurinn eru mér persónulega kunnugir, þeir vísa báðir á heimasíður sínar og nota gild tölvupóstföng. Það sama gildir um langflesta sem kommenta hér. Ég þekki þig ekki og þú gefur engar vísbendingar um hver þú ert.

    Þú segist ekki “þurfa” að skrifa fullt nafn og það er alveg rétt því ég leyfi þér það (gæti auðveldlega fleygt þér út) en það gerir þig að nafnlausum aumingja.

Lokað er á athugasemdir.