Ekki eintóm gleði

Ég er ekkert óhemju glaður með lýðræðið í dag. Kaus VG með hálfum hug. Strikaði yfir Árna eins og sést hér til hliðar.  Ég hefði alveg viljað fórna honum fyrir Margréti Sverrisdóttur.  Held jafnvel að mér liði betur núna ef ég hefði kosið Frjálslynda.  En ég kaus fyrir Auði, Ella og alla hina þarna sem ég vona að geti haft áhrif til góðs þó þau séu ekki efst.

Ég er hins vegar glaður að á Akureyri virðist allt á uppleið. Ánægður með að Gunnar Birgisson varð ekki einráður í Kópavogi. Að Sjálfsstæðisflokkurinn sé fallinn í Mossfellsbæ er líka gott.  Það er að sjálfssögðu gott að Sjálfsstæðismenn séu ekki með hreinan meirihluta í Reykjavík.

Leit á Kosningavöku VG og var glaður að hitta konu sem strikaði líka yfir Árna.  Var líka að spá í að sýna Árna atkvæðið mitt í símanum mínum en sleppti því.  Þegar ég deildi hugmynd minni með Eygló sagði hún að það væri augljóslega ekki gott að gera mér eitthvað því ég væri ótrúlega langrækinn.  Það er alveg satt en hins vegar verður ekki annað sagt en að ég eigi auðvelt með að taka fólk aftur í sátt ef það bætir sig.

3 thoughts on “Ekki eintóm gleði”

Lokað er á athugasemdir.