Ég skrapp á Rósenberg til að samhryggjast Jósa. Samkvæmt góðri og gildri venju minni mætti ég á umræddum tíma þannig að ekki einu sinni Jósi var kominn. Það var svo sem ekki vandamál. Ég kíkti í Iðu og féll fyrir Júdasarguðspjalli þar. Ég rölti líka aðeins til að sjá Dr. Spock hrekja allt barnafólk úr bænum. Drengur á rölti söng fyrir mig lagið úr Ghostbusters í tilefni þess að ég var í þeim bol mínum. Hann tilkynnti mér líka að þetta væri besta mynd allra tíma. Ég veit ekki hvort það sé rétt en góð er hún. Þetta var ekki eina skiptið sem þessi bolur minn barst í tal í kvöld.
Þegar ég kom aftur á Rósenberg var Jósi einn kominn og var hann að lesa bókina Hættu að eldast. Lausn þeirrar bókar er víst að taka nóg E. Eða E-vítamín, var ekki að hlusta almennilega. Eftir smátíma fylltist allt af fólki. Þarna voru meðal annars Bjarni, Már og Mundi. Ég held að þetta sé örugglega fyrsta skiptið sem ég hitti Bjarna. Spjallaði heilmikið við fólkið en fór síðan heim um hálftvö þegar reykingarnar á staðnum voru farnar að hafa áhrif á mig. Náði hins vegar því þegar Jósi tók Rhinestone Cowboy með Hraunurum.
Fékk mér pizzusamloku og kom mér heim. Er núna með kveikt á sjónvarpinu til að nýta mér allar 80 stöðvarnar sem ég er með. Mikið er gott að hafa SkjáEinn plús þannig að ég get bæði horft á Beverly Hills 90210 og Beverly Hills 90210 fyrir klukkutíma síðan. Verst þeir eru ekki með upphaflega titilinn á þáttunum sem var notaður fyrsta árið sem þetta var sýnt á Stöð 2, Vinir og vandamenn. Núna er hins vegar Greed á TCM, hef aldrei séð hana áður og er varla að sjá hana núna.
…heh, það tók mi ca. einum og hálfum tíma lengri tíma fyrir mig að komast heim – en ég gerði það að af miklu leyti sömu ástæðu og þú … reykingarnar.
Bjakk.
Ég átta mig núna á að reyndar fór ég heim hálfþrjú… hálftíma á undan þér. Ég ætlaði fyrst að skrifa rúmlega tvö en fannst það ekki nógu nákvæmt þannig að ég hef endurskoðað það þannig að þetta varð kolvitlaust hjá mér.