Í dag er grein upp nærri 4500 orð um Richard Dawkins í Mogganum. Merkilegt nokk þá er samt eiginlega ekkert innihald í hana. Rangfærslurnar byrja í fyrstu setningunni og halda áfram að birtast mjög títt þar eftir. Greinilega að Dawkins náði að bögga prestana nokkuð vel og vandlega. Það er gott. Jafnvel betra að þeir þora ekki að svara því sem hann sagði í raun heldur búa sér til strámann sem þeir gæta svarað. Greinin er líka hér. Ég mæli þó ekkert sérstaklega með að menn lesi hana, það var angist að klóra sig í gegnum þessa froðu.
7 thoughts on “Löng og leiðinleg grein í Mogganum”
Lokað er á athugasemdir.
Þessi grein er mesta grænsápufroða síðari ára. Ömmuprestur, ofur örvaður af sárinda rökvillum.
Ok, sorrí 🙂
… og hvað sagði hann svo í raun?
Engar áhyggjur Skúli, þú ferð að sjá svar mitt von bráðar.
Ég tek það fram Skúli að það sem ég skrifaði hér fyrir ofan er ekki svar við grein Gunnars, bara comment. Auðvitað verður grein Gunnars svarað á málefnalegan hátt. Vonandi fyrst í Mbl. Þannig að það bíður síðari tíma að svör komi á vantru.is, en það fer eftir því hvað gerist hjá Mogganum. Engu að síður eru sárindi Gunnars efni í sér grein á vantru.is, ekki sem svar við grein hans heldur hvers vegna?… Zidane 🙂
Nú skal ég ekki svara fyrir Gunnar hér og nú en fleirtalan í þessum orðum vekur athygli. Fæ ég ekki að vita hvar mínir strámenn standa? Hvað sagði Dawkins í raun?
Bíddu rólegur eftir svargreininni minni, þú færð tækifæri til að rökræða um það á Vantrú.
Svona átti sítatið að vera. 🙂