Tónlistarlegt uppeldi

Í gær var ég í Skífunni og sá þá svona átta ára stelpu að skoða diska með mömmu sinni.  Ég heyrði mömmu hennar segja við hana að diskurinn sem hún var að skoða væri ekki “bara með stelpulögum”.  Hún rétti stelpunni síðan annan disk og sagði við hana að á honum væru stelpulög.  Fyrri diskurinn sem þær voru að skoða var “Pottþétt Hinseginn” sem er með barbídúkku/m framan á.  Stelpulagadiskurinn var hins vegar Nælon.  Ég get ekki sagt að þetta sé gott tónlistarlegt uppeldi.  Stelpan missti meðal annars af Living on my own með Freddie, Relax með Frankie og Stanslaust stuð með Páli Óskari.