Við Eygló skruppum ekki í afmælisveislu til Ásgeirs í gær, eða við skruppum í ekkiafmælisveislu, það er ekki alveg á hreinu. Hittum þar mikið af góðu fólki. Ásgeir gerði heiðarlega tilraun til að gefa fólki slímóvits eftir að nágranni hans hafði gefið fólki eitthvert svartfellskt ógeð að drekka. En þegar Garðar Steinn hafnar áfengi þá getur maður treyst því að það sé ógeð þannig að slímóvitsið fékk að vera óáreitt uppi í skáp.
Við Eygló og Siggi horfðum á flugeldasýninguna hjá Sjóminjasafninu eftir að við vorum rekin af svölunum þar af þjóðfræðinema.
En við komum snemma heim enda bæði slöpp.
Ásgeir fékk annars eðal afmælisgjöf frá okkur, eða gjafir. Nýju bókina hans Óskars Árna og smáskífuna Rock Me Amadeus með Falco á Vínil. Og eitthvað áfengisógeð. Falco var keyptur í Visby á markaði en ekki miðaldamarkaði.
Ég hélt þú værir önnum kafinn í einhverju verkefni.
Er það s.s. búið og við getum farið að hlaða á þig öðrum verkefnum? 😉
15. sept, í fyrsta lagi.