DVD upptökutækið mitt fraus í fyrradag í miðri upptöku og eftir það gat ég ekki opnað það. Ég reyndi meðal annars að taka rafmagnið af en ekkert gekk. Ég fór því með tækið í Elkó. Hvað haldiði að gerist þegar starfsmaðurinn þar setur það í samband? Allt virkar. Þetta er alveg fyrirtaksleið til að láta sér líða einsog hálfvita. „Þetta virkaði sko ekki heima, í alvörunni“.