Dagurinn var áhugaverður. Ég byrjaði á að fara út á stoppistöð og beið eftir Strætó sem kom ekki, annað hvort hefur hann komið meira en 5 mínútum of snemma (þurfti vagnstjórinn að fá sér sígarettu? ég hef séð slíkt áður) eða meira en 15 mínútum of seint. Ég þurfti að drífa mig niður í Mjódd og ná öðrum vagni.
Fyrsti tíminn gekk vel og ég fékk ágæta ráðleggingu frá kennaranum um bók sem ég ætti að lesa. Síðan fór ég út Árnagarð og spjallaði við Tomma um hitt og þetta. Hann hafði svoltið skemmtilegar hugmyndir um verkefnið sem ég er undirbúa. Annars skilst mér að Tommi hafi nú, sem blótgoði, rétt til að gifta fólk. Mæli með honum fyrir þau ykkar sem eru að stefna að slíku.
Eggert kom síðan og við sátum saman á borði þar sem við hvöttum fólk til að mæta á meðmæli sem Stúdentaráð stóð fyrir í dag. Ég fór síðan í Hátíðir, leikir og skemmtanir sem er kúrs sem ég er ekki skráður í. Hitti þar Silju Rún sem var að yfirgefa barnið sitt í annað skipti og var því örlítið utan við sig.
Eftir tímann fór ég niður í Háskóla. Fékk mér skiltið sem sést hér að ofan og dreif mig í tímann sem ég átti að vera að mæta í. Þar hvatti ég fólk til að mæta á meðmælin.
Það var marserað niður á Austurvöll þar sem fólk talaði og ég barði í skiltið mitt. Á skiltinu stendur btw jafnrétti til náms en ekki jafnrétti til ms. Ég valdi skiltið sérstaklega til að sýna sósíalískar tilhneigingar mínar. Á leiðinni heim spjallaði ég við Ásgeir Berg, Eggert og að lokum var ég samferða Terry í Odda. Skondið að það voru örfáir kennarar sem mættu en báðir föstu kennarar þjóðfræðinnar komu. Valdimar kom semsagt á afmælisdaginn sinn. Til hamó með ammælið.
Næst var komið að kokteilboði kvöldsins. Framhaldsnemum í mann-, þróunar- og þjóðfræði var boðið í smá hitting. Þar spjallaði ég aðallega við hana Vilborgu sem er í heimsókn frá Edinborg. Mjög gaman. Henni fannst ég ungur og til að undirstrika það þá sagði ég henni að í fyrsta bekk í Menntaskóla þá las ég bók eftir hana. En síðan voru aðrir til að láta hana finna fyrir að hún væri ung. Annars þá var Vilborg í Stúdentaráði á sínum tíma. Skondið.
Bryndís kom á síðustu stundu en ég var þá þegar búinn að panta bíl, semsagt búinn að hringja í Eygló, og gat því ekki spjallað nægilega mikið við hana. Ég held að það sé nauðsynlegt að hafa svona hitting aftur, þá mætti sleppa hinum nemenum og hafa þetta bara framhaldsnema í þjóðfræði. Miklu skemmtilegra fólk.
Fór heim, eldaði cheezini kjúkling sem heppnaðist afskaplega vel. Núna er ég svoltið þreyttur.