Ég fékk voða góða sendingu rétt í þessu. DVD með fyrirlestrum ráðstefnu sumarsins, Jákvæðar raddir trúleysis á Íslandi. Fjórir diskar með næstum öllu efninu. Vantar reyndar Juliu Sweeney enda mun hún væntanlega gefa út mynd í fullri lengd með þessum einleik. Mér var strax bent á þau atriði þar sem ég kem sjálfur fyrir og ég kíkti reyndar á þau núna. Bara aðeins. Reyndar er hræðilegt að sjá sjálfan sig upptekinn en ég kem svosem ekkert of illa fyrir.
2 thoughts on “Ráðstefnu DVD”
Lokað er á athugasemdir.
Vá. Er hægt að nálgast þessa diska einhvern veginn, verða þeir seldir?
Þeir verða seldir. Það verður auglýst bráðlega.