Ég hef þá tekið og endurnýja gjafahugmyndalistann minn fyrir þá sem vilja gefa mér útskriftargjöf. Þetta er gert eftir sérstaka beiðni sem ég fékk frá væntanlegum gest. Hugsanlega bæti ég við fleiru næstu daga. Hverjir ætla annars að koma? Gjöf er engin skylda.
5 thoughts on “Gjafir handa mér”
Lokað er á athugasemdir.
Ég sá viðtal við Steve Martin þar sem hann sagðist skammast sín fyrir Pennies from Heaven. Svo leigði ég einhvern tímann My Blue Heaven og það voru ekki svo ánægjulegar 90 mínútur.
En reyndar langar mig að sjá Leap of Faith því karakterinn sem hann leikur heitir Jonas (og er faith-healer, alveg eins og ég).
Annars er Steve Martin einn af mínum uppáhaldsgrínistum og ég mæli með uppistöndunum hans Let’s get small og A wild and crazy guy.
Vissirðu að Leap of Faith er byggð á uppljóstrunum James Randi á kraftaverkapredikaranum Peter Poppoff (hvernig sem það er skrifað)? Reyndar var Randi svoltið svikinn með þetta því þeir létu hann aldrei fá pening. Það er náttúrulega ekki Steve Martin að kenna.
Báðar Heaven myndirnar eru spes. Ég held að hann sé bara eftir á neikvæður í garð Pennies því hún floppaði svo vel og vandlega.
Já ég verð endilega að leigja Leap of Faith. Steve Martin er magnaður og það er James Randi líka.
Ég hlakkaði líka til að sjá Leap of Faith, en varð fyrir nokkrum vonbrigðum með hana. Bæði var hún ekki eins fyndin og vonast var til og svo var einhvers konar útgangspunktur myndarinnar að svik og prettir sjónvarpspredikarans væru réttlætanleg eftir allt saman því þau gæfu aumingjum von eða eitthvað svoleiðis. Sæmileg samt og Steve Martin góður.
Ég hef einmitt verið svoltið í vafa hver útgangspunktur myndarinnar átti að vera. Held í raun að hún hafi ekki átt að þýða að svikin væru réttlætanleg, allavega miðað við örlög predikarans.