Láttu grísina ganga

Við fengum Hafdísi, Mumma og Sóleyju í mat og fórum síðan til þeirra (semsagt til Sigga) að spila.  Tókum Catan sem ég vann glæsilega.  Síðan spiluðum við Pass the Pigs og náðum þeim glæsta árangri að læra reglurnar.  Voðalega er þetta skemmtilegt spil. Reynir nær ekkert á hæfni en smá á taktík.  Ég náði að skora 74 stig í lokaumferðinni eftir að hafa verið á botninum allt spilið.  Ég gat nefnilega hætt öllu aftur og aftur óhræddur um að það myndi eyðileggja fyrir mér.

En spilið er á netinu, kíkið á Pass the Pigs.

4 athugasemdir við “Láttu grísina ganga”

  1. isspiss eitt blad fra raduneyti gerir thig ekki ad thvi sem thu ert heldur su menntun og reynsla sem thu ert buin ad afla ther undanfarin ar!

Lokað er fyrir athugasemdir.