Ég rakst á þetta atriði í einstaklega öfgafullri predikun Sigurðar Árna Neskirkjuprests:
“Ef Guð er dauður er allt leyfilegt,” er margtuggin hugsun Nietzsche.
Ég er reyndar ekkert hissa að prestar skuli ekki þora að horfast í augu við það sem Nietzsche skrifaði í raun en það er samt pirrandi þegar þeir koma með svona vitleysur. Nietzsche sagði þetta ekki heldur er þetta úr Dostojevskíj. Nietzsche sagði hins vegar að dauði guðs kallaði á endurmat siðferðishugmynda. Þeirri niðurstöðu Nietzsche er ég alveg sammála.
Hann hefur þá verið snöggur að taka þessa athugasemd þína til sín.
Óheiðarlegur líka.
Sigurður Árni segir í predikuninni:
Strax á eftir kemur:
Hann á greinilega við okkur sem skrifum á Vantrú. Það merkilega er að ég lít einmitt á skrif mín þar sem elskuríka nýsköpun, ég vil losa samfélagið úr fjötrum skemmandi hindurvitna og koma á heilbrigðri nýskipan í þessum málum. Sigurður Árni kemur ekki auga á þetta, en kallar vafstur okkar þess í stað kjánaskap. En kjánaskapurinn er allur hans megin, að sjá ekki hvað það er sem hvetur okkur til gagnrýninnar. Hann er staurblindur.
Hér hvetur Árni ríkissaksóknara til að brjóta mannréttindasáttmála Evrópu. En 125gr hegningalaga er úr gildi fallin þegar íslenska ríkið staðfesti hann. Ríkissaksóknari er ekki kjáni heldur er það ofstækisfulli klerkurinn sem vill brjóta mannréttindi í nafni heilagra hindurvitna. Það er stutt í bálið þegar menn brenna að innan af trú.