Við vorum að klára Footloose. Eygló hafði aldrei áður séð hana en þetta er fyrsta myndin sem ég man alveg eftir að hafa séð í bíó. Man ég sá líka mynd um einhverja fjölskyldu á eyðieyju sem lentu í að birnir réðust á þau en veit ekki hvað sú mynd heitir. Ég hef líklega minnst á það hér að eftir að hafa séð myndina, fimm ára gamall, þá hlustaði ég á kassettu með tónlistinni úr myndinni áður en ég fór að sofa.
En þegar Eygló var búin að sjá atriðið þar sem Kevin Bacon heldur ræðu fyrir bæjarráðið til að reyna að fá leyfi til að halda ball þá sagði hún að myndin virtist hafa haft áhrif á mig. Bacon vitnaði semsé í Biblíuna til að reyna að sannfæra prestinn um að dans væri í góðu lagi.
Frábær mynd alveg, ég hef hins vegar látið söngleikinn vera.