Að sprengja umræðu

Áðan þá sprengdi ég umræðutíma í mannfræðinni, kúrsinum trú og tákn.  Merkilegt nokk þá var það ekki með blammeringum um Jesú eða guð.  En í umræðunni þá minntist ég á að reynslusögur var gagnslausar í að skoða virkni hluta og mér fannst eins og fólkið þarna fattaði ekki hvert ég var að fara.  Eftir á þá fann ég náttúrulega líkingu sem hefði útskýrt þetta vel.  Reynslusögur og viðtöl virka vel ef þú vilt skilja hvaða merkingu regndans hefur fyrir fólk en þú getur ekki notað slíkar aðferðir ef þú vilt komast því hvort að dansinn valdi í raun og veru rigningu.  Þetta gerir engan vegin lítið úr eigindlegri aðferðafræði því hún er gagnleg í mörgum tilfellum.

3 thoughts on “Að sprengja umræðu”

  1. þið* megið alveg fara að koma þessu bulli um eigindlega aðferðarfræði út úr hausunum á ykkur.

    hún er ömurleg, almennt séð og í einstökum tilvikum – gæti sagt þér margar reynslusögur af því!
    * þú og Elli og aðrir sem aðhyllist annarlega aðferðarfræði.

  2. Ég held að betri líking sé að „sjálfrýnikannanir“ (t.d. svona „ert þú sanngjarn?“, „ert þú glaðlyndur að eðlisfari?“, „hefurðu gaman af frímerkjasöfnun?“ spurningar, eða svona kannanir í tímaritum „ert þú spennufíkill?“) eru góð heimild um hvaða sjálfsmynd fólk hefur en er vita vonlaust að nota til að sannreyna hvernig fólk raunverulega er.

    Þ.e. ef ég skil pælinguna þína rétt. En óháð því þá finnst mér fólk oft ekki gera sér grein fyrir þessu grundvallaratriði.

  3. Halli, það er alveg ljóst að sumir hlutir verða einfaldlega órannsakanlegir ef maður hunsar eigindlegar aðferðir. Maður verður hins vegar að vita hvaða takmarkanir eru á henni en mér sýndist sumir í þessum tíma ekki alveg vera að fatta það.

Lokað er á athugasemdir.