Stundaskrá…

Mér lýst vel á stundaskránna mína á næstu önn.  Ef fram fer sem horfir verð ég bara í skóla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.  Ég er líka bara í tveimur kúrsum.  Rómarsögu hjá Sverri Jakobs og Eigindlegar rannsóknaraðferðir.  Ekki beinlínis líkir kúrsar.  Síðan verð ég væntanlega skráður í fimm einingar af MA-ritgerðinni minni.  Ég vona innilega að ég geti skrifað eitthvað á önninni.  Hugmyndirnar vantar ekki en ég hef ekki haft mikinn tíma.  Stefni líka á að skrifa eitthvað í jólafríinu.  Klæjar í fingurna.