Thank you for the music…

Í nýjasta Free Inquiry, húmanistatímarit, er ágætt viðtal við Björn Ulvaeus sem við könnumst við sem annað Béið í ABBA. Hann vill reyndar nota orðið Fríþenkjari um sjálfan sig.  Hann talar líka um að hafa bætt við nýjum texta í Thank you for the music í ABBA-söngleiknum.  Eitthvað á þá leið að við getum ekki lifað án tónlistar en trúarbrögð megi alveg hverfa.  Sem minnir augljóslega á Nietzsche tilvitnunina…

án tónlistar væri lífið mistök