Fyrra prófið í Rannsóknunum

Fyrsta prófið í dag. Mjög undarlegt að þurfa bara að skrifa eitt svar og skrýtið að þurfa að setja þetta upp í ritgerðarform.  Ég þurfti að velja milli strúktúralisma og hefðar, ég valdi hefð.  Ef ég vildi skrifa um isma þá hefði ég farið í bókmenntafræði.  Við vorum þrjú sem völdum hefðina og mér skilst að við höfum skrifað mjög ólíkar ritgerðir sem er væntanlega ágætt.  En hefðin hentaði mér vel.

Ég skrapp síðan í Bóksöluna, hitti Ásgeir og keypti mér Robert Johnson bókina. Ég fór síðan aftur í Odda og spjallaði við fólkið eftir prófið.  Samnemendurnir mínir voru misglaðir en kaffistofan bauð upp á súkkulaði sem hjálpaði til.

Á morgun er síðan munnlegt próf og þá er erfiðasta kúrs fyrr (og síðar vonandi) lokið.

Ég kvaddi líka Marie áðan.  Hún ætlar sér að koma aftur í sumar og ég er víst velkominn ud på landet.

Ég fór síðan á Bókhlöðuna, skilaði bókum og spjallaði við fólk.  Óskar hress að vanda.  Ég fann síðan eina bók í hillu sem ég hafði víst tekið í kringum BA-verkefnið án þess að skila formlega.  Þá er ég með nokkuð hreinan skjöld á Hlöðunni.

Fjögur próf eftir.