Rannsóknum í þjóðfræði lokið

Ég hef aldrei áður kynnst svona létti að vera búinn með próf.  Mér líður eins og að önnin sé búin en þó eru þrjú próf eftir.  Stressið í kringum Aðferðafræðiprófin nær ekki einu sinni upp í þetta.  Munnlega prófið gekk semsagt bara vel fannst mér og ég er kominn heim aftur.

Ég held að ég hafi minnst á Rannsóknirnar á nær hverjum degi síðustu mánuði.  Ég veit að ég hef hugsað um þær á hverjum degi síðan í ágúst.  Hinir kúrsarnir eru bara eitthvað auka.  Langerfiðasti kúrs sem ég hef tekið en augljóslega ótrúlega gagnlegur.

Segi eitt langt notalegt ahhh….

Heimapróf já… best að kíkja á það.