Munnlega þjóðfræðin

Í munnlega prófinu í dag þá þurfti ég að velja milli fúnsjónalisma og hópa.  Ég valdi augljóslega hópa því að maður fer í þjóðfræði til að skoða þá en í bókmenntafræði til að skoða isma.  Ég talaði í cirka hálftíma.  Gekk alveg vel.  Talaði um hegemóníu, söbaltern, metanómíu og fleiri fansísmansí hugtök.  Ég talaðu um að þjóðfræðin hefði áður rannsakað þá sem voru “við áður en við urðum við” og það þótti mér vel að orði komist.  Þó það hafi átt heima í fúnksjón vikunni þá nýtti mér strategíu og taktík.  Hef ég minnst á hve gott það er að vera búinn að þessu?
Vilborg er í Edinborg.  Hún tók sig til og myndaði lesefni annarinnar. Ég prentaði greinarnar aldrei út þannig að ég hef ekki svona möppur en þetta gefur einhverja hugmynd um magnið.  Ég var reyndar með aðeins styttri bók í etnógrafíunni.

Við sem erum á landinu og ekki að vinna ætlum að hittast á eftir og fá útrás fyrir gleðina sem býr nú í hjarta okkar. Þessi kúrs hefur verið svo stór hluti af lífi okkar síðustu mánuði að við þurfum að hittast.

Í byrjun námskeiðsins þá sagði Valdimar að þetta væri svona pró-meiking námskeið sem hlýtur að þýða að ég sé orðinn pró, ekki satt?  Kannski ekki alveg.

Ég hef undanfarna daga verið með þessi skemmtilegu skilaboð á eftir nafninu mínu á msn: “Ég er þjóðfræðingur en ekki þú”.  Þessi skilaboð eru semsagt úr titli á grein sem ég var að lesa.  Aðalpunktur greinarinnar er reyndar sá að menn eigi ekki að segja þetta heldur að starfa með öðrum fræðigreinum.  Alveg sammála því enda þjóðfræðin afskaplega þverfagleg.  Ég er reyndar ekki alveg farinn að kalla mig þjóðfræðing ennþá þó lok þessa námskeiðs gefi mér meiri réttlætingu en ég hef áður haft.

2 thoughts on “Munnlega þjóðfræðin”

  1. Eftir að hafa séð þessa mynd og heyrt þig tala um námsskeiðið í vetur skil ég ekki hvers vegna ég er enn að pæla í að taka það næsta haust?

Lokað er á athugasemdir.