Borgararstjórinn

Voðalega finnst mér borgarstjóri vera bjánalegur í árásum sínum á HÍ og HHÍ.  Það er alveg ljóst að það hvar spilakassar eru staðsettir er bara skipulagsmál sem borgin sjálf þarf að takast á við.  Hann er þarna að reyna að finna einhverja til að skella skuldinni á.  Sjálfur fatta ég ekki alveg hvers vegna það er mikið verra að hafa spilakassa niðrí Mjódd frekar en Kaffi Strætó.  Ég skil ekki heldur hvers vegna Mjóddin er merkilegri en til dæmis Kringlan.  Þó er ég Breiðholtsbúi í næsta nágrenni við Mjóddina.

Það er náttúrulega svoltið fyndið að hugsa til þess að ótal kjósendur Sjálfsstæðisflokksins, þeir ungu með hugsjónir (hugsjónir eru hugsjónir þó þær séu bjánalegar), væru örugglega á þeirri skoðun að það ætti að leyfa allt fjárhættuspil alls staðar.  Ætli þeir séu ekki glaðir með borgarstjórann?
Tek það fram að sjálfum er mér frekar illa við spilakassa, sérstaklega eftir að hafa unnið í námundan við þá. Ég vildi að HÍ gæti fengið þess peninga með öðrum hætti.  Til dæmis með því að ríkið myndi styrkja skólann af metnaði.

Ég legg að lokum til að við hendum öllum þessu spilakössum þar sem maður getur lagt alvöru peninga undir og endurvekja þess í stað tíkallaspilakassana.  Þeir voru skemmtilegir.

0 thoughts on “Borgararstjórinn”

  1. Síðast ég vissi var fjárhættuspil ólöglegt á Íslandi, þannig ætti það í það allra minnsta að vera. Skiptir engu máli hvar þeir hola spilakössunum niður, bara hvort þeir geri það eða ekki. Nú þegar er ofgnótt af þessu helvíti, að mínum dómi ætti að farga öllum þessu drasli hið snarasta.

Leave a Reply