Í þykjustunni

tykjustunni.jpgÞessi mynd (smellið til að sjá stærri) birtist í Morgunblaðinu í janúar 1989 sem gerir mig rétt innan við tíu ára. Gunnlaugur Starri frændi (þá 12 ára, nú þrítugur) situr þarna fyrir framan og ég fyrir aftan. Gylfi frændi var þarna á sýningunni með Yamaha bás. Ég á held ég einhverjar derhúfur sem ég fékk á þessarri sýningu ofan í kassa.

Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá varð ég mjög sár yfir því að í textanum stendur “í þykjustunni”. Ég krotaði yfir það og skrifaði “í alvörunni” í staðinn.