Áramótaskaupið var ákaflega fyndið. Mér sýndist það eiginlega vera almennt álit hjá þeim sem horfðu með mér. Svona á að gera þetta. Fischer var alveg frábær.
Egill Helgason heldur að bloggið hafi verið fundið upp cirka árið 2005. Það er svoltið fyndið. Kallinn er greinilega alveg úr tengslum við netheima þó að hann sé af sumum talinn merkilegur íbúi þar. Kannski er Egill bara úr tengslum við alla heima.