Ég er svo duglegur að komast ferða minna. Svo segir Röskvufólið allavega. Minnir mig á þegar amma mín sagði að Corky í Life goes on væri svo duglegur að bjarga sér. Reyndar hélt Bryndís að ég ætti ekki bíl þrátt fyrir að ég hefði skutlað henni heim allavega einu sinni. En ég byrja á öfugum enda.
Í morgun fór ég með Eggerti á málþing. Þrír töluðu og í þetta skiptið var Daninn sem vann enda með nútímalegustu þjóðfræðipælingarnar (nó offens Gísli). Hefðir innan fjölskyldunnar. Við Eggert borðuðum á Serranos í hádeginu og þótti bara gott. Hafði aldrei borðað þar fyrr. Ég borðaði allt sem var í þessarri tilbúnu burrito enda hefði Einar orðið sár ef ég hefði sleppt nokkru (og ef hann hefði verið á staðnum).
Við fórum næst á japanska menningarhátíð og sáum nokkra nemendafyrirlestra. Ég borðaði líka ágætis hrísgrjónakúlu.
Eftir hádegi þá var stofnað félag um munnlegan menningararf, Minni. Ég þakka sjálfum mér það að við sluppum við að hafa framhalds aðalfund um nafnið (ég kom ekki með hugmynd að nafni heldur stakk upp á atkvæðagreiðslu). Síðan var þreytandi umræða um hvert einasta smáatriði í lögunum.
Kristín Loftsdóttir var með nokkuð áhugaverðan fyrirlestur um sjónarhorn mannfræðinga á munnlegar heimildir og síðan fjallaði Unnur um hugmyndir sem nýja munnlega miðstöðin er með. Bara nokkuð skemmtilegar heyrðist mér. Sagnfræði og þjóðfræði í skemmtilegu blandi. Ég stakk síðan af í miðjum fyrirlestri Rósu (formanni Minnis, vonandi var hún ekki sár) því ég vildi ná Strætó.
Í kvöld fór ég síðan í afmæli til Dagbjartar. Ég gaf henni gjöf með nafninu mínu í. Ég eyddi meiripart kvöldsins að spjalla við Bryndísi sem finnst ég svo duglegur að komast ferða minna. Ég er viss um að Dagbjört verður glöð þegar hún sér sjálfsmyndirnar okkar Bryndísar allar saman, 36 taldi ég. Það komu síðan fleiri þjóðfræðingar. Cilia, Kolla þjóðfræðigrúppía, Lilja sem kennir börnum á beljur og að lokum Sigrún Hanna. Við Sigrún Hanna vorum síðust út af þjóðfræðifólkinu. Þetta var bara gaman. Spurning hvort að Dagbjört hafi klárað úr glasinu sínu?
Síðan er Eygló með einhverjar gamlar fréttir á blogginu sínu.