Skólaplönin

Ég neyddi sjálfan mig til að fara í skólann í morgun.  Ég var ekki hress.  Hálsinn ógeðslega aumur og smá verkur í bakninu líka.  Reyndar er ég að trappa niður lyfjagjöfina vegna bakverkjarins, tók bara eina töflu í gær og í dag þannig að þetta er mikið skárra en þetta var.

Ég byrjaði daginn á umræðutíma í Eigindlegum þar sem þjóðfræðinemar voru teknir fyrir.  Glæpir okkar voru annars vegar að fíflast í tölvu og hins vegar að sofna í tíma.

Eftir Eigindlegar þá fór ég að hitta Terry.  Hann orðaði það þannig að það væri kominn tími á skriftir (í kaþólska skilningnum).  Við ræddum saman og urðum sáttir um leið fyrir mig til að nota þessa önn sem best.  Ég held áfram í Eigindlegum enda næ ég þar að undirbúa rannsóknarverkefnið sem ég ætla að reyna að fá að vinna að í sumar.  Síðan sæki ég væntanlega um að halda fyrirlestur um það efni í október en ekki um MA-ritgerðina sjálfa.  Þetta er plan sem virkar mikið betur.  Annars þá fannst Terry fullmikið að ég yrði líklega búinn með 39 einingar af 60 eftir sumarið.  Þá er eftir ein önn á Nýfundnalandi (ef allt gengur upp) og ritgerðin sjálf upp 20 einingar þannig að ég get ekki annað en endað með of margar einingar.

Næsta skref er væntanlega að finna viðmælendur….