Nevermore

Ég veit ekki hvað ég var gamall þegar Hafdís sýndi mér The Raven.  Hún var að lesa ljóðið í ensku í M.A.. Ég man að blöðin voru útkrotuð af glósum, þýðingum.  Ég féll strax fyrir ljóðinu.  Ég ljósritaði það og hafði það fremst í möppunni sem ég geymdi skóladótið mitt í.  Stuttu seinna kom það í Simpsons í ógleymanlegu atriði Hrekkjavökuþáttar.

Það er ákaflega magnað að lesa The Raven upphátt.  Það hefur svo yndislegan hrynjanda.  Ég var, er, að horfa á Finding Forrester og í upphafi myndarinnar er minnst á The Raven.  Eftir að upphafsorðin voru lesin þá tók ég mig til og fann ljóðið og las það upphátt fyrir sjálfan mig.  Það er ekkert annað hægt.  Það er gaman eiga svona stundir með sjálfum sér og ég hef átt þær reglulega síðustu sirka 15 árin lesandi The Raven, alltaf upphátt.  Ég á mér semsagt uppáhaldsljóð.

Eftirmáli: Finding Forrester er góð mynd en Alexander sem kom þar á undan var óendanlegt krapp.