Stundum þegar maður sér umfjallanir um skoðanakannanir í fjölmiðlum þá veltir maður fyrir sér hvort þarna starfi enginn með menntun í aðferðafræði félagsvísinda. Eða eru þeir sem hafa þessa menntun kannski bara að hunsa hana til að geta búið til fréttir? Ef upplýsingar um kannanir fylgja yfirhöfuð þá sér maður fljótt hve lítið er að marka þær. Það stöðvar samt blaðamenn ekki í að búa til fréttir um fylgissveiflur sem eru líklegast ekki til staðar.
Um helgina var í Fréttablaðinu umfjöllun um kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna. Af hverju snýst fjölmiðlaumfjöllun ekki frekar um slík atriði í stað endalausra skoðanakannana?
Heldur þessi greinaflokkur þinn áfram þegar við Elli verðum byrjaðir að vinna uppí Hádegismóum? Er þetta máski bara upphitun fyrir það? 😉
Ég er að undirbúa jarðveginn fyrir það að geta predikað hvað fjölmiðlaheimurinn hafi nú batnað eftir að þið fóruð að starfa innan hans.