Geir Haarde var í Kastljósinu áðan. Hann sagði voðalega fátt. Enda virðist það virka ágætlega. Sjálfsstæðismenn virðast alltaf breytast í krata þegar kemur að kosningabaráttu. Þeir virðast hafa nákvæmlega sömu skoðanir og Samfylkingin. Maður vonar að þeir sem vilja fá fólk með krataskoðanir í ríkisstjórn hafi það vit að kjósa Samfylkinguna frekar. Nema að það sé bara taka þátt í sama blekkingarleik og Sjálfsstæðisflokkurinn. “Þeir sem minna mega sín skipta okkur sko í alvörunni máli…”
Ég las í dag blogg hjá Eyþóri Arnalds þar sem heldur því fram að tölur að það hve miklum peningi Sjálfsstæðisflokkurinn er að eyða í sjónvarpsauglýsingar sýni fram á að þeir eyði í raun minna en aðrir. Augljóst þvaður sem var nú vel og vandlega hrakið í athugasemdum hans. Mig grunar að hin falda kosningabarátta Sjálfsstæðisflokksins fari fram með hringingum í kjósendur. Eftir þátttöku mína í stúdentapólitík er mér meinilla við slíkt. Í svona símtölum er hægt að lofa hverju sem er án þess að það þurfi að standa við nokkuð af því. Síðan er líka hægt að ljúga hverju sem er um hvern sem er án þess að hægt sé að sanna það eftir á.
P.S.
Ég er svo frægur að einn af spunameisturum Moggabloggsins vísar á þessa færslu. Ég bendi þeim sem heimsækja mig af þeim sökum að kíkja á þessa snilldargrein Ármanns Jakobssonar og einnig að lesa svar mitt við spunanum.
Hér kemur skýrt fram að þú ,,lætur sem [þú] hafi[r] ekki lesið blogg Péturs”
Það er merkilegt hvað það er svipað að láta eins og maður hafi ekki gert neitt og að hafa í raun ekki gert það.