Maður hefur það á tilfinningunni að þeir sem pöntuðu auglýsingar fyrir Framsókn í strætóskýlin séu ekki með á nótunum. Allavega er “Ekkert stopp, árangur áfram” hjákátlegt þegar þessi sami flokkur er að gera tilraun til þess að drepa Strætó í sumar.
9 thoughts on “Ekkert stopp, niðurskurður áfram”
Lokað er á athugasemdir.
Bíddu, bíddu. Framsóknarflokkurinn? Strætó bs. er byggðasamlag sem fær x upphæð frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samkomulagi þar um. Í stjórn sitja 5 frá Sjálfstæðisflokknum og 2 frá Samfylkingu. Báðir flokkar auglýsa á strætóskýlum. VG auglýsir þar líka. Það er ekki nema ár síðan þeir fóru úr meirihluta í Reykjavík sem stóð að því að fækka ferðum strætó yfir sumartímann.
Framsóknarflokkurinn er hins vegar í meirihluta í Reykjavík og stendur að því að gefa öllum strætóskýlum nafn sem birtast m.a. á ljósaskilti um borð í vögnunum. Í stærri skýlum verða gefnar rauntímaupplýsingar um hversu langt er í næsta vagn, greiðslumátinn verður auðveldaður. Þá verður það þannig að Strætó fær oftar forgang í umferðinni. Frá og með næsta hausti fá námsmenn frítt í Strætó. Það verður vonandi til þess að farþegum fjölgi og fjárframlög í byggðasamlagið hækki enn frekar. Í framhaldinu þarf vonandi ekki að fækka ferðum yfir sumartímann eins og gert hefur verið síðustu ár.
Framsókn styður meirhluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í Kópavogi. Fulltrúar í stjórn eru fulltrúar sveitafélaga ekki flokka. Þannig að fulltrúar Rvk og Kópav. eru fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Þetta er flottar og góðar hugmyndir Eggert. En ef strætóin kemur aldrei til hvers er þetta þá? Strætó gekki á 10 mínútna fresti á álagstímum þegar nýr meirihluti tók við. Hann mun ganga á 30 mínútna fresti í sumar og enn er óvíst hvort það gangi allar leiðir. Árangur áfram – endalaus bið!
Mér finnst svo asnalegt hvernig þeir misnota orðið árangur. Þeir eiga bara að segja hreint út hvað þeir eru að meina. Þeir eru að meina: Stóriðja áfram-ekkert stopp.
Þeir eru alltaf í helv… feluleik, þessir framsóknarmenn. Nú eða “B-listi” eins og þeir kalla sig.
Þegar ég byrjaði að nota Strætó af alvöru haustið 2005 þá skipti það engu máli, ég gat bara rölt út á stoppistöð og beðið rólegur vitandi að vagn væri alveg að koma. Gleymum skiltunum, þau eru bara bruðl og ef mig minnir rétt þá er hugmyndin þar að auki komin frá Sjálfsstæðisflokknum. Tökum upp tíðari ferðir, það er það eina sem skiptir máli.
Ekki ætla ég að nota ókeypis Strætó þó ég hafi voða fínt ljósaskilti sem segir mér að hann komi eftir hálftíma.
Exbé, Hildur Edda. Exbé.
Með því að gera strætó notendavænni fjölgar vonandi farþegunum sem gerir það að verkum að sveitarfélögin leggi meiri peninga í reksturinn og ferðunum fjölgar.
Með því að vísa á fulltrúana í stjórninni er ég að benda á að það eru fleiri sem þarf að skamma en Framsókn en ekki segja að Framsókn beri enga ábyrgð. Framsókn er í meirihltua í Rvk og Kópavogi. VG er í meirihluta í Mosó ásamt Sjálfstæðisflokknum. Í Hafnarfirði er Samfylkingin ein í meirihluta, annarsstaðar eru það Sjálfstæðismenn auk dæmanna sem þú nefnir hér að ofan.
Kerfið verður notendavænna þegar það eru komnar fleiri ferðir. Það að fjölga ferðum er eina leiðin til að fá fleiri farþega. Tíu mínútna kerfið hefði örugglega haldið farið að safna farþegum ef það hefði fengið að halda áfram. Núna búum við við kerfi sem var hannað fyrir miklu tíðari ferðir og virkar því alls ekki sem skyldi.
Ljósaskilti eiga ekki eftir að lokka neinn til að fara í Strætó. Þau hjálpa engum nema þeim eru að nota Strætó og þú notar ekki Strætó nema að leiðirnar henti þér. Þetta væri kannski ágætt ef við hefðum gott Strætókerfi en þangað til þá ætti að eyða peningunum í að fjölga ferðum. Skiltin eru bara sýndarmennska og ekkert annað.
Strætó er fastur í vítahring og ég held að það sé viljandi, allavega af hálfu Sjálfsstæðisflokksins.
Ég verð nú að bakka Eggert upp með það að svona skilti eru ágæt, það voru svona skilti í Lundi og það virkaði mjög vel. Eins er það að skýra hverja og eina stoppistöð og merkja vel mjög jákvætt, það er raunar gert u.þ.b. alls staðar annars staðar en hérlendis. Hér getur maður treyst á fátt annað en vagnstjórann og lukkuna til þess að fara út á réttum stað í ókunnugu hverfi, úti þá þarf maður bara að bíða eftir að sjá rétta skiltið eða þá að röddin í hátalarakerfinu segi manni að maður sé kominn. En auðvitað breytir það því ekki að slíkt verður til lítils ef það verða engir strætóar eftir lengur …
Eins og ég sagði þá eru það mjög gott að hvert skýli fái sitt nafn. Það kostar lítið og ætti að hafa verið gert fyrir löngu. Sömuleiðis yrði mjög gott að fá svona skjá með rauntímaupplýsingum um það hve langt er í vagnana. Það er reyndar mjög dýrt en mjög gott engu að síður.
Það breytir því þó ekki að ef ferðirnar eru ekki tíðar þá skiptir þetta engu máli. Forgansgröðunin er því þannig:
1. Nothæft kerfi með tíðum ferðum og þéttu neti
2. Nöfn á biðstöðvar
3. Rauntímaupplýsingar
4. Þegar kerfið er svo orðið mjög gott og auðvelt í notkun má fara að hugsa um að gefa frítt.