Kynjahlutföllin

Í prófkjöri Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík var mikið talað um góðan árangur kvenna.  Ég hæddist að þessu á sínum tíma.  Núna er staðan þannig að í Reykjavík eru níu þingmenn Sjálfsstæðisflokks en þar af eru bara tvær konur.

Kynjahlutföll annars:

  • Sjálfsstæðisflokkurinn 17:8 – 32%
  • Framsókn 5:2 – 29%
  • Vinstri Grænir 5:4 – 44,4%
  • Samfylkingin 12:6 – 33%
  • Frjálslyndir 4:0 – 0%

Í allt er staðan 43:20 sem er ekki góð, cirka 32% konur. Ekki einu sinni VG nær jöfnum hlutföllum.  Jafnrétti? Held ekki.

4 thoughts on “Kynjahlutföllin”

  1. VG kemst reyndar eins nálægt því og hægt er að gera með oddatölu fjölda þingmanna. Hinir eru bara ekki að standa sig.

  2. Ég get ekki sagt að ég skilji til fulls jöfnunarþingmannakerfið, enda hef ég svo sem ekki kynnt mér það náið enn.

    En ég spyr hvort það er mögulegt að tryggja jöfn hlutföll yfir höfuð? Ef flokkur er t.d. með hreina fléttulista í öllum kjördæmum og konu og karl til skiptis sem oddvita er hann þá öruggur með að fá jöfn hlutföll, að því gefnu að hann fái slétta tölu þingmanna?
    Mér sýnist í fljótu bragði ekki. En það breytir því ekki að skiptingin er áberandi jöfnust hjá VG. Ef þingmennirnir eru 9 verður annað kynið að vera í meirihluta og þá skiptir að mínu viti ekki máli hvort það er 5:4 eða 4:5 (nema ef tekin er með í reikninginn staðan hjá hinum flokkunum, sem ekki er hægt að kenna VG um).

    Vel að verki staðið hvað þetta varðar og glæsileg kosning. Til hamingju!

  3. Það er erfitt að tryggja nákvæmlega jöfn hlutföll kynja á þingi. Enda er það ekki endilega markmiðið. En hlutfallið 30/70 er ekki ásættanlegt. Það er alls ekki ásættanlegt að fyrir Norðvesturkjördæmi situr ekki ein einasta kona á þingi en 9 karlar og fyrir Suðurkjördæmi aðeins ein kona á móti 9 körlum. Í öðrum kjördæmum er kynjahlutfallið eðlilegra.

    Vonandi kemur að því að hlutfall kvenna á þingi fer upp fyrir 50%, bara svona af tilviljun vegna þess að þingsætin röðuðust þannig.

Lokað er á athugasemdir.