Á Morgunblaðinu má finna frétt sem heitir Stela íslenskum myndum. Ég er með fréttaskot handa þeim, á Moggablogginu má finna mynd sem var stolið frá mér.
Þjófurinn heitir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og sat víst í áttunda sæti Framsóknarflokksins í Rvk suður í nýliðnum kosningum.
Ég sendi Morgunblaðinu póst og bað þá um að fjarlægja myndina. Ég bað þá síðan að útskýra fyrir Sveini Hirti að höfundarréttur gildir líka á internetinu. Sveinn Hjörtur virðist nefnilega hafa fattað að það er ákaflega auðvelt að fylla bloggið sitt af myndum ef maður bara stelur þeim.
Þetta er hneyksli.
Mér finnst undarlegt að moggablogg Vantrúar fjalli um þetta.
Það eru ákveðin hindurvitni að bloggarar þurfi ekki að fara eftir höfundarréttarlögum.
Mér finnst reyndar ágætt að eitthvað annað en öfgatrúleysisáróður sé settur á Vantrúarbloggið. :þ