Félagshyggjufólk

Ég veit ekki hvort ég hef minnst á það en það er mín skoðun að ég, Hildur Edda og Eggert gætum vel fúnkerað innan sama stjórnmálaflokksins.  Vandamálið er hins vegar að sá stjórnmálaflokkur er líklega ekki til, allavega gæti ég ekki hugsað mér að skipta yfir í þeirra flokk.  Ég hvet þau reyndar alltaf til að ganga í minn flokk en þau hafa ekki ennþá samþykkt það.  Ég held að það sé meiraðsegja þannig að við þrjú séu oft nær hvort öðru skoðanalega séð heldur en við erum ýmsum sem eru í okkar flokkum. Einhverjir halda kannski að ég sé að hvetja til þess að stofnaður verði nýr flokkur þar sem við þrjú getum starfað saman en ég held að það væri gagnslaust og líklega vitlaust. Sama máli gegnir um sameiningu flokkanna.

8 thoughts on “Félagshyggjufólk”

  1. Ég verð að játa að ég fatta ekkert hvað þú ert að tala um en miðað við að þú ert með bloggfærslu á síðunni þinni þar sem þú túlkar brandara Ármanns Jakobssonar sem einhvers konar hótun þá grunar mig að við tölum ekki sama tungumálið.

    Reyndar fúnkeruðum við Hildur og Eggert vel saman innan Háskólalistans en það gerðu Garðar Steinn og Fjölnir líka. Háskólalistinn var nú aldrei neitt sem gæti talist stjórnmálaflokkur, bara bandalag fólks sem fannst kerfið heimskulegt en vildi samt vinna fyrir stúdenta.

  2. Þetta var nú bara smá grín, og það bjuggu svo sannarlega engar djúpar pælingar að baki því. Vona að þetta risti ekki djúpt.

    Sömu sögu má segja um færsluna á síðunni minni, að sjálfsögðu túlkaði ég þetta ekki sem bókstaflega hótun. Mér fannst þetta fyndið þegar ég las pistilinn hans Ármanns, og ákvað að grínast aðeins með þetta sjálfur. Flóknara var það nú ekki.

    Bestu kveðjur.

  3. Ég þakka gott boð Hildur en ég er í réttum flokki.

    Ég held ég hafi boðið ykkur báðum í Framsókn. Það boð stendur enn.

  4. Afhverju ganga ekki bara allir í Sjálfstæðisflokkinn. Þar rúmast allar skoðanir og svo er bara valið úr eftir hentugleika hverju sinni hverja skal nota. Svo er hann líka alltaf í stjórn.

Lokað er á athugasemdir.