Ný ríkisstjórn

Það er augljóslega mjög slæmt að Sjálfsstæðisflokkurinn skuli taka Heilbrigðisráðuneytið. Ég sé ekki fyrir mér hvernig Samfylkingin ætlar að efna loforð sín í þeim málaflokki. Mitt gisk er að kratarnir hafi ekki þorað að taka þetta ráðuneyti af slæmri reynslu.

Næst verstu fréttirnar eru þær að Björn Bjarna sé ennþá Dómsmálaráðherra. Eina góða við það er að hann mun væntanlega hætta eftir cirka ár. Ég giska að heilsufarsástæður verði þá nefndar þó að í raun sé búið að ákveða það núna. Ég held að þetta sé afleikur hjá Sjálfsstæðisflokknum og mun ergja kjósendur hans.

Ágúst Ólafur er ekki ráðherra. Það er greinilegt að það á að ganga algjörlega framhjá honum. Það er ekki skrýtið að maður þurfi að minna sjálfan sig á að Össur sé í raun ekki varaformaður flokksins þegar hann er mikið meira áberandi. Sá fólk tala um þetta í kosningabaráttunni að það einkenndi auglýsingar Sjálfsstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar að formaður og varaformaður væru alltaf saman. Ágúst Ólafur var bara gleymdur. Ég fatta samt ekki alveg skiptingu ráðuneyta, mér sýnist að Samfylking sé í raun að fá minna en Framsókn var með.

Eins slæm og kynjahlutfallið er í þingflokk Sjálfsstæðisflokks þá er það skelfilegt í ráðherraliðinu. Ein af sex? Það er bara verið að gefa konunum fingurinn. Ég sá nokkra hægri menn gagnrýna það fyrr í dag að Samfylkingin ætlaði að láta kynferði ráða ferð í ráðherravali sínu. Hið augljósa er náttúrulega að hjá Sjálfsstæðisflokknum er kynferði líka látið ráða, það er bara þannig að karlarnir fá næstum allt en konurnar mola.

4 thoughts on “Ný ríkisstjórn”

  1. Braaaa! Ég er í áfalli yfir Þorgerði Katrínu. Vissi svo sem að drottning Sjálfstæðisflokksins yrði áfram ráðherra en vonaðist eftir tilfærslu – til dæmis Bjössi út og kaþólikki inn. Neibb. Þeir eru aumingjar.

  2. hvaða vitleysa. Björn gaf það út í prófkjörinu að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil og svo er hann heilsulítill núna en er eflaust óðum að braggast.

    Sama hvað hver segir að þá hefur hann staðið sig vel sem dómsmálaráðherra. Lögreglan hefur eflst og hann er mjög vel liðin innan hennar og Landhelgisgæslan sem hefur sitið á hakanum næstum frá stofnun hennar hefur verið stóraukin.

    Björn hefur verið fínn ráðherra þó að maðurinn sé ekki mér að skapi. Og þetta er helblár ungur sjalli að skrifa 🙂
    er svo ekki bara allt í lagi að leyfa Sjálfstæðisflokknum að prufa Heilbrigðisráðuneytið? Lítið gengið á þar í tíð Framsóknar og því klárlega staðreynd að þar vanti nýtt blóð sem er komið í ungum og hraustlegum Guðlaugi Þór. Hann hefur líka reynst Breiðholti vel 🙂

  3. Ég er ekki viss um að við höfum sama viðmið í því hvernig við viljum sjá þróun í heilbrigðisráðuneytinu. Við erum ekki heldur sammála um Björn, fátt væri betra en að losna við þennan íhaldsskrögg. Ég er líka nokkuð viss um að hann hættir eftir svona ár, sama hvernig heilsa hans verður (þó hún verði væntanlega afsökunin).

  4. Þetta er mjög augljóst:
    Þetta er ÖMURLEGT ÖMURLEGT ÖMURLEGT!!
    Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn þurfti endilega að fá Heilbrigðisráðuneytið hefði Samfylkingin átt að krefjast Menntamálaráðuneytisins í staðinn.

    Svo setur Sjálfstæðisflokkurinn karlmann í ráðuneytið í staðinn fyrir konu sem -örugglega meira að segja samkvæmt þeirra eigin skilgreiningum- mætti teljast hæfari.

Lokað er á athugasemdir.