Hraunað

Ég fór á útgáfutónleika Hrauns í gær. Það var vissulega gaman. Mikið af góðu fólki á svæðinu. Gamalt Háskólalistafólk áberandi. Stefán Bogi var mættur og við buðum hann velkominn í stjórnarandstöðu. Bragi montaðist hins vegar af því að vera kominn í stjórn, held að þetta sé nú bara á yfirborðinu hjá honum.

Þó að útgáfutónleikarnir hafi verið í kvöld þá var ég búinn að kaupa mér þennan disk í fyrra í forsölu þannig að ég náði í mitt eintak þarna.  Ég er að rúlla honum í gegn núna. Ég bíð eftir að Hraun slái almennilega í gegn en miðað við hve margir mættu í gær þá er ekki mjög langt í það.

Leave a Reply