Í gær var smá þjóðfræðinemahittingur á Sólon. Þegar við Lukka vorum að tala um skipuleggja eitthvað svona fyrir nokkru þá ræddum við hvort þetta ætti að vera í heimahúsi eða á einhverjum stað. Þegar ég áttaði mig á því að reykingabann yrði komið í gang þegar hittingurinn yrði þá fannst mér valið auðvelt. Enda var ég laus við reykingalykt og höfuðverk þegar ég kom heim í gær. Þetta er ljúft.
Mig vantar annars eitthvað box undir samlokur. Í morgun var ég að leita að lausn en sá enga dollu inn í skáp sem virkaði. Ég myndi þá allt í einu eftir því að ég er með nokkur tóm videospóluhulstur inn í skáp. Ég máttaði og hulstrið passaði vel undir þessa einu samloku sem ég útbjó handa mér nú í morgun. Ég held samt að ég ætti að reyna að finna betri lausn þó þarna sé ákveðinn endurnýtingarsjarmi.
Snilldarlausn. Fer líka svo vel í tösku. En þar sem þú hefur unun af því að kaupa plastbox geri ég ráð fyrir að þú látir það eftir þér að kaupa nestisbox.
Vandinn er aðallega að ég vil kannski hafa tvær samlokur þá daga sem ég er lengi. Kannski að ég finni tvöfalt hulstur einhvers staðar.
Hér í Danmörku ættirðu að geta valið úr ógrynni af „madkasser“.