What the Bleep do we know? er í Sjónvarpinu. Það er nú gott að RÚV hefur ekkert betra við peningana að gera en að kaupa kynningarmynd nöttarakölts.
5 thoughts on “Bleep”
Lokað er á athugasemdir.
What the Bleep do we know? er í Sjónvarpinu. Það er nú gott að RÚV hefur ekkert betra við peningana að gera en að kaupa kynningarmynd nöttarakölts.
Lokað er á athugasemdir.
En ef maður lítur framhjá því að þetta sé einhver ‘kynningarmynd’ nöttaraklúbbs, þá má hafa gaman af henni. Ekki vissi ég neitt um það fyrir en löngu eftir að ég sá hana, og enn tengi ég hana ekki við nein trúarbrögð. RÚV mætti hinsvegar sýna Jesus Camp líka.
Maður getur fengið kjánahroll yfir því hvernig fólk getur reynt að komast upp með hvaða kjaftæði sem er með því að segja „skammtafræði“ (vitandi að það er ekki nema brot af áhorfendum sem vita eitthvað um skammtafræði). Það eru vissulega einhverjar vísindalegar staðreyndir í myndinni en þeim fylgir alltaf einhver staðhæfing sem er ekki í neinum tengslum við neitt af því sem kom á undan. Síðan kemur rugludallurinn sem er að miðla anda stríðsmanns sem barðist við íbúa Atlantis með einhverja nýaldarfroðu. Rusl.
Eins og með flest annað þá tekur maður ruglið frá því sem skiptir máli og tekur til sín einungis það sem er viðeigandi hverju sinni.
Ef maður vill fræðast um eðlisfræði þá er betra að gera það án þess að blanda svona kjaftæði inn í það.
Uhmm…. k