Góð Blaðamennska

Í Blaðinu er áhugaverð grein í dag. Hún fjallar á yfirborðinu um verðmun á svokölluðu heilsufæði og venjulegum mat. Ég hugsaði með mér “æ, nei, kjaftæðisgrein”. Þegar ég las greinina hins vegar í gegn þá kemur í ljós að blaðamaðurinn hefur tekið þá vægast sagt óvenjulegu ákvörðun að tala ekki bara við þann sem er að reyna að selja þetta dóterí heldur talar hún líka við sérfræðinga sem vita eitthvað um málið. Þarna koma því vísindamenn og segja eitthvað á þá leið að spelt sé ekkert sérstaklega hollt og að lífrænt ræktað grænmeti ekki heldur. Mikið var ég glaður með þetta framtak.