Bókahillur

Í fyrradag keypti ég mér bók. Það eru ekki fréttir. Áðan reyndi ég að koma henni fyrir í bókahillu en gafst bara upp á að reyna.

Er einhver sem yfirhöfuð kaupir og les bækur sem hefur vel frágengnar bókahillur? Það er alltaf allt á rúi og stúi í hillunum hjá mér.

Ég veit ekki hvort ég ætti að taka upp þá stefnu að láta bara allar nýjar bækur á stað sem tengist ekki á nokkurn hátt efni þeirra. Fara síðan einu sinni á ári og setja þær á rökréttan stað.

Reyndar eru bókahillurnar mínar hvorteðer sprungnar  (eins og alltaf) þannig að ég hef enga lausa hillu fyrir nýjar bækur. Ég legg ekki í þetta núna, kannski þegar Eygló kemur heim.

0 thoughts on “Bókahillur”

  1. Það er ekkert sérlega sjarmerandi að raða upp eftir einhverju Deweykerfi. Einu bækurnar sem ég raða þannig eru ljóðabækur, enda eru þær flestar í eðli sínu þannig að ég fyndi þær aldrei annars.

    Að öðru leyti reyni ég kannski að hafa eitthvert skipulag á þessu, en helst vil ég raða eftir stærð. Það er fallegast, og það er ekkert minna mál að muna hvar maður geymir bækurnar.

  2. Mitt skipulag er nú ekkert rosalegt. Auðveldasta deildin mín eru íslenskar ævisögur sem hreyfist voðalega lítið enda mest arfur. Íslenskar skáldsögur eru líka frekar stöðugar. Þjóðfræðibækur, trúarbragðafræði, trúleysi og efahyggja eru hins vegar vandræðaflokkar. Sama er með sci/fi fantasy kiljurnar, alltaf að bætast við.

Leave a Reply