Í eltingarleik við teljarann minn rakst ég á bloggsíðu þar sem er hlekkur á mig og Brissó blaðaútgefanda. Hún fær titilinn Klikkaður þjóðfræðingur en ég fæ titilinn annar klikkaður þjóðfræðingur.
Annars er of langt síðan að rannsóknafólk hefur hist. Hvenær verður næsti hittingur? Edinborgarinn kominn til landsins en samt ekkert að gerast.
Ég er líka að reyna að veiða EvE viðmælendur. Er enginn lesandi minn sem spilar og vill spjalla?