Góður dagur

Fyrir nærri tveimur árum, eða 23 mánuðum, þá kynntist ég Sigrúnu, Telmu og Silju sem voru þá að byrja í þjóðfræðinni. Við ákváðum að hittast í dag og borða saman aðallega af því að það er of langt síðan að við höfum hist öll. Reyndar er það þannig að í stað þess að hitta þrjár stelpur fór ég að hitta fimm.

Ég rölti með Telmu frá Odda niður í bæ. Við vorum orðin sein en þegar við komum niður á Austurvöll voru hvorki Sigrún né Silja mættar. Þær höfðu reyndar búist við að vera seinar þannig að við höfðum engar áhyggjur og sátum þarna með henni Brynhildi Hafdísi litlu.

brynoli.jpg
Um leið og við ákváðum að gefast upp á biðinni mætti Sigrún sem hafði verið á fundi. Við borðuðum á Kaffi París og ég fékk Lasagne sem var ekkert sérstaklega gott, frekar lítill skammtur og yfir meðallagi dýrt. Silja mætti síðan þegar við vorum búin að borða.

Við eyddum nokkrum tíma út í sólinni en síðan röltum við Telma heim á leið. Spjölluðum í nokkurn tíma þar til að herra Telma Brynhildarpabbi kom heim. Þá ákvað ég að koma mér heima leið og leyfa Telmu að hjúkra veika manninum.

En þetta var góður dagur.