Vitlausasta kommentið um Strætó?

Nú spyr ég eins og einfeldningur: Er Pétri Gunnarssyni alvara með þessu kommenti eða er hann bara að reyna að ergja fólk?

með strætó fer enginn nema hann neyðist til þess- vegna ökuréttindamissis, heilsuleysis og/eða örbirgðar.

Ef honum er alvara með þessu þá er hann augljóslega að slá met í vitleysisgangi.

Ég nota Strætó eins mikið og ég get. Ég er ekki heilsulaus, ég er með körekortið mitt í veskinu og heimilið er merkilega vel statt. Það er til bíll á heimilinu sem Eygló notar til að komast í vinnuna. Þegar Eygló er ekki að nota bílinn þá kýs ég yfirleitt að nota Strætó hvort eð er af því að mér þykir það þægilegra.

Vissulega er staðan mjög slæm í sumar og kerfið afskaplega lélegt en ég kemst samt upp með að nota Strætó og geri það til að komast minnar leiðar.

Það sem meira er þá er þetta nokkuð algengt í mínum vinahóp. Fólk kýs að nota Strætó frekar en að standa bílastressi. Þetta er ekki bara af umhverfisástæðum heldur einfaldlega af því að þetta er frelsandi. Það er líka mjög gjarnan þannig að maður hittir skemmtilegt fólk í Strætó. Í þessari viku hitti ég til dæmis Ármann og slúðraði með honum um Árósaliðið.

Annars þá dugar mjög vel að hafa bara tónlist í eyrunum og slaka á. Þú þarft ekki að ergja þig á umferðinn, ljósunum eða neinu. Bara slappar af.