Draugar Goya á Grænu ljósi

Mynd númer átta var Goya’s Ghosts. Ég verð að játa að ég er ennþá að melta myndina.

Ég er hrifinn af Græna ljósinu og öllu sem því fylgir, ekkert hlé, færri auglýsingar, hætt að selja þegar myndin á að hefjast. Það vantar hins vegar að áhorfendurnir fylgi einhverjum reglum. Pirrandi hvernig fólk var á endalausu rápi. Líka full mikið um spjall, meðal annars var náungi sem var að kvarta við konuna sína yfir öllu rápinu. Mín vegna hefði hann mátt þegja yfir því.