Eitt af því vonda við mánudagsmorgna er að fara í póstkassann og sjá Fasteignablað Moggans þar. Hvers vegna er Morgunblaðið að troða þessu upp á okkur? Það er hins vegar ágætt að vakna snemma á mánudögum því þá vaknar maður ekki við sorphirðuna. Það var eftirminnilegur morgun í vetur þegar ég heyrði einn úr hópnum tilkynna hinum um að hann hefði nú ælt á síðasta stað sem hann var á. Okkar rusl er ekki svo ógeðfellt.
En í dag er fyrsti dagurinn í írsku þjóðfræðinni. Það ætti að vera gaman.