Ég fór í bíó í morgun á Bræðrabyltu sem er verið að sýna hér á kvikmyndahátíðinni. Reyndar hélt ég lengst af að hún yrði ekki sýnd því hún hvarf af heimasíðunni. Ég hefði safnað liði á hana ef ég hefði haft tíma en því miður fór ég bara einn.
Það voru sex stuttmyndir sýndar í morgun. Fyrstu fjórar voru barasta ekkert spes. Tilgerðarlegar og/eða leiðinlegar. Bræðrabylta var hins vegar góð. Ég hló að sjálfssögðu meira en aðrir þarna. Hins vegar hlógu aðrir meira að glímubrögðunum.
Eftir myndina hlustaði ég spenntur eftir viðbrögðum. “Fantastic” og “Brilliant” voru orð sem ég heyrði notuð. Og klappið var innilegt en ekki bara kurteisislegt.
Síðasta myndin, Den sista hunden i Rwanda, var sú eina sem er raunverulegur keppinautur um atkvæðin þennan dag (en það eru miklu fleiri myndir í allt). Hún var líka lengst. Mér fannst hún nokkuð góð en ég var glaður að heyra fólkið í kringum mig segja að hún hafi nú ekki verið jafn öflug og aðrar myndir um Rúanda.
Voðalega er maður mikill þjóðernissinni í útlöndum.