Góð þjónusta og góð mynd

Í gær bilaði utanáliggjandi skrifarinn minn sem ég keypti um daginn í staðinn fyrir innbyggða ruslið sem er dautt. Ég sá að það væri líklega eitthvað að straumbreytinum. Ég fór með skrifarann og allt í búðina í morgun til að láta athuga þetta. Ég var smá áhyggjufullur af því að ég hafði ekki kvittunina. En afgreiðslumaðurinn var ljúfur sem lamb, reddaði mér nýjum straumbreyti og ekkert vesen. Það væri munur ef þjónustan væri alltaf svona. Mitt viðmið er hins vegar Tölvulistinn þar sem sífellt er reynt að plokka af manni krónurnar bara af því að maður var nógu óheppinn til að kaupa ruslið þeirra. Ekki versla þar. Ef þið eruð hins vegar í Cork þá get ég mælt með tölvubúð.

Aðalafrek dagsins fyrir utan að vakna nógu snemma til að láta athuga skrifarann var að horfa á mynd sem kínverska deildin hér sýndi. Á ensku heitir hún „To live“ og var mjög góð. Það tók hins vegar heila eilífð að byrja sýninguna.