Mér sýnist að almenningsálitið sé að snúast gegn rasísku barnabókinni. Það er kannski ágætt að þetta mál kom upp til að kenna Íslendingum eitthvað um tillitssemi. Merkilegt hvað það er samt erfitt. Er þjóðin ekki komin lengra en þetta?
Hverjir eru það annars sem fríka út þegar rangt er farið með staðreyndir um Íslendinga í erlendum fjölmiðlum? Er það sama þjóðin og ætlaði að samþykkja umyrðalaust þessa rasísku og ljótu barnabók?
En það er áhugavert að sjá hvernig þessar tvær endurútgáfur fóru vel saman og slógu í gegn, Biblían og Tíu litlir negrastrákar.