Engir turnar

Ég keypti mér bókina In the Shadow of No Towers eftir Art Spiegelman höfund Maus. Í bókinni fjallar hann um persónulega reynslu sína af 11. september og eftirköstum árásanna en hann bjó í næsta nágrenni við Tvíburaturnana. Áhrifaríkast var þegar hann talaði um hvernig hann missti í samsæriskenningum um árásirnar.  Hann áttaði sig loksins á því að í raun skipti engu máli hvað ríkisstjórnin vissi fyrirfram en öllu máli skipti hvernig hún hefði misnotað sér atburðinn til að ráðast að persónufrelsi eigin borgara og hefja stríð.


Áðan gerði ég tilraun með eggjaköku sem fólst í því að nota sæta chilisósu út í blönduna. Mjög nammilegt. Annars er ég bara heima í kvöld á meðan Eygló er í saumaklúbb, áður en hún fór henti hún í mig badmintonreglubók sem ég á væntanlega að lesa yfir fyrir morgundaginn.