Strætóráðgjafabögg

Ég skil ekki hvers vegna kortin voru tekin út af Ráðgjafanum á Strætó.is. Veit ekki hvaða taktík það er að gera síðuna verri en hún var. Það var svo gott að geta séð svona vel hvernig leiðirnar lágu. Þetta var sérstaklega óþægilegt þegar ég skrapp út á Skaga því þá var ég að taka leið sem ég þekkti ekkert. Það endaði í raun þannig að keyrði út í Grafarvog og tók vagninn þar í staðinn fyrir að reyna að fatta og treysta á leiðirnar sem fara þangað.

Ég var annars núna áðan að kíkja á hvaða leiðir væru færar niður í Borgartún. Af einhverjum ástæðum vildi Ráðgjafinn helst láta mig skipta um vagn á leiðinni þó að þetta ég gæti farið þetta á nákvæmlega sama tíma í einum vagni. Fatta ekki hvaða rök lágu þar á bak við. Reyndar er annað undarlegra. Mér er sagt að fara út klukkan 8:29 til að ná í vagn sem kemur 8:17 og endar niðrí Mjódd 8:36. Venjulega fara vagnar þessa leið á fjórum mínútum.

En að öðru. Þegar Gwen er ólétt þá er rétt að spyrja hvort að það sé orðið opinbert að menn sé aftur farnir að blogga ekki? Ég bara spyr.