Það var ágætt sjónvarpskvöld í gær. Fyrst kom Gettu Betur. Ég studdi að sjálfssögðu MA. Það er líka óendanlega flott að tveggja stelpu lið sé að standa sig svona vel. Síðan er strákurinn Vopnfirðingur. Ég var nokkuð ánægður með þyngd og breidd spurninganna. Bara skemmtilegar.
Hjá Stebba er umræða í gangi sem byrjar með svona smávægilegum nördalegum athugasemdum um ónákvæmni í spurningum og fer síðan út í eitthvað skítkast út í Pál Ásgeir sem mér finnst ekkert eiga rétt á sér. Allir spurningahöfundar í Gettu Betur gera svona mistök og það er hluti af sportinu hjá nördum eins og mér að nappa þá. Allt í góðu gamni.
Á eftir Gettu Betur var mynd um bókavörð sem fór í svona Indiana Jones ævintýri. Hún var alveg skemmtilega hallærisleg en mér fannst að það hefði átt að vera meira af atriðum á bókasafninu. Annars þá sýndist mér þetta bókasafn ekki vera að fara eftir lögmálum Ranganathans. Vona að RÚV kaupi framhaldsmyndirnar.