Munchkin badminton

Í dag spiluðum við tvisvar við Sigga og Sigrúnu. Byrjuðum á badminton tíma sem var sá skemmtilegasti til þessa. Mér þótti verst að þurfa að hætta að hreyfa mig í lokinn. Mjög hressandi.

Við fórum og versluðum í Kringlunni. Skór handa mér í staðinn fyrir þá sem eru að gefa sig núna. Keyptum okkur líka samstæða boli til að geta verið svoleiðis par
Í kvöld var ég byrjaður að finna fyrir eftirköstum badmintonsins og var svolítið glaður þegar Siggi og Sigrún buðu okkur í mat og spilamennsku. Við spiluðum Bíóbrot og Munchkin. Verð að segja að Bíóbrot var ekki alveg að virka jafnvel og maður vonaði. Gefum því annan séns.

Siggi og Sigrún virtust hins vegar falla fyrir Munchkin (Impossible) og Eygló dró aftur sínar efasemdir og var glöð með það. Það er nú gott að geta fengið einhverja til að spila þetta spil sem mér finnst svo skemmtilegt að ég hef keypt það í þremur útgáfum.